Lifandi hlutir í sögum
Manage episode 457928860 series 3031432
Kandungan disediakan oleh RÚV. Semua kandungan podcast termasuk episod, grafik dan perihalan podcast dimuat naik dan disediakan terus oleh RÚV atau rakan kongsi platform podcast mereka. Jika anda percaya seseorang menggunakan karya berhak cipta anda tanpa kebenaran anda, anda boleh mengikuti proses yang digariskan di sini https://ms.player.fm/legal.
Í sumum sögum koma fyrir lifandi hlutir. Þetta á einkum við um barnabækur, en þó má einnig finna lífi gædda hluti í skáldverkum fyrir fullorðna. Hugmyndin um lifandi hluti er gömul og má sem dæmi nefna Flóamanna sögu, sem rituð er í kringum 1300, en þar tala tvö skip saman. Og þó að fólk viti fullvel að hlutir eru dauðir geta hlutir sem geyma dýrmætar minningar orðið eins og lifandi í augum eigandans. Í þættinum verða fluttar nokkrar tónsmíðar þar sem lifandi hlutir koma við sögu og lesið verður úr fáeinum slíkum skáldverkum. Meðal annars verður flutt arían „Vecchia zimarra" sem heimspekingurinn Colline syngur til frakkans síns í óperu Puccinis „La Boheme", einnig verður flutt atriði úr óperunni „Barnið og galdrarnir" eftir Maurice Ravel og lag úr söngvaflokknum „Winter words" eftir Benjamin Britten. Af rithöfundum sem koma við sögu í þættinum má nefna H.C. Andersen, Charles Dickens, Ólaf Jóhann Sigurðsson og Elsu Beskow. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesarar eru Jónatan Garðarsson og Halla Harðardóttir.
…
continue reading
12 episod