Umfjöllun um dómnefnd um hæfi umsækjenda um dómarastöður og niðurstöðu hennar um 15 umsækjendur um dómarastöður við Landsréttar, ofl..
Manage episode 260223621 series 2650121
Í þessu hlaðvarpi er velt vöngum yfir skipan og hlutverki dómnefndar um mat á hæfi umsækjenda um dómarastöður og hvort að tilnefningarvald hennar skerði um of stjórnarskrárbundið vald ráðherra. Sömuleiðis hvort niðurstaða dómnefndarinnar um hæfi umsækjenda um 15 stöður í Landsrétti frá maí 2017 hafi verið óskeikul. Í hæfnismatinu komst nefndin að þeirri niðurstöðu að tilteknir 15 umsækjendur væru hver um sig hæfari en hinir umsækjendurnir en ríflega 30 manns sóttu um stöðurnar. Því er velt upp hvort dómnefndin hafi í raun getað með nægjanlegri fullvissu komist að þeirri niðurstöðu að þessir 15 umsækjendur væru hæfari en hinir. Rætt er við Benedikt Jóhannesson doktor í stærðfræði með meiru, um áreiðanleika mats af þessu tagi. Getur verið að auðveldlega hefði mátt komast hjá þeim ágreiningi sem kenndur er við landsréttarmálið ef litið hefði verið til aðferðafræði tölfræðinnar við ákvörðun um fjölda hinna hæfustu í dómarastörfin?
3 episod